Bergrós sú þriðja besta í heimi

Keppnin var hnífjöfn á milli 3. og 8. sætisins og …
Keppnin var hnífjöfn á milli 3. og 8. sætisins og því til mikils að vinna fyrir lokaæfingu dagsins. Þar gerði Bergrós sér lítið fyrir, kláraði fyrst allra keppenda og tryggði sér með glæsilegri frammistöðu 3. sætið í keppninni. Skjáskot/@crossfitgames

Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir hafnaði í 3. sæti í flokki 16-17 ára stúlkna á Heimsleikunum í CrossFit sem fram fóru í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum í gær. Bergrós var í 7. sæti þegar keppni hófst í gær, en með glæsilegri frammistöðu í greinum gærdagsins tókst henni að ljúka mótinu í því þriðja.

Sunnlenska greinir frá. 

Borin af velli á fyrsta keppnisdegi

Bergrós þurfti að takast á við erfiðar aðstæður á meðan að á leikunum stóð, en á fyrsta keppnisdegi var hún borin út af eftir alvarlegt hitaslag.

Unga íþróttakonan hélt þó ótrauð áfram eftir að hafa safnað kröftum og lét hitann ekki aftra sér þar sem eftir lifði móts. 

Þegar keppni hófst í gær var Bergrós í 7. sæti og að loknu frábæru gengi í fyrstu tveimur æfingum dagsins var hún í 5. sæti fyrir síðustu greinina. Keppnin var hnífjöfn á milli 3. og 8. sætisins og því til mikils að vinna fyrir lokaæfingu dagsins. Þar gerði Bergrós sér lítið fyrir, kláraði fyrst allra keppenda og tryggði sér með glæsilegri frammistöðu 3. sætið í keppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert