Átta Íslendingar taka þátt á heimsmeistaramótinu í hjólreiðum sem fram fer í Glasgow og í fjallahjólreiðakeppnum á HM í ár eru samtals fjórir Íslendingar skráðir til leiks.
Ingvar Ómarsson, Íslandsmeistari í í götuhjólreiðum, er einn af íslensku keppendunum en í gær keppti hann í Maraþon-fjallahjólreiðakeppninni. Hann kláraði ekki vegna vegna byltu fyrir fyrstu drykkjarstöð og hann sagðist á samfélagsmiðlum hafa hjólað í sársauka í tvo tíma en væri betri í dag.
Ingvar keppir næst á HM í einstaklings tímatöku föstudaginn 11. ágúst
Nánar er hægt að lesa um mótið og það sem fram fer á næstunni á vefsíðunni hri.is.