Karlremburnar stálu allri athyglinni

Forsetinn fyrrverandi Luis Ru­bia­les og þjálfarinn Jorge Vilda.
Forsetinn fyrrverandi Luis Ru­bia­les og þjálfarinn Jorge Vilda. AFP

Spánn varð heimsmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar á dögunum eftir sigur gegn Englandi í úrslitaleik í Sydney í Ástralíu.

Núna ætla ég að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna það fúslega að mér tókst ekki að horfa á marga leiki á þessu móti þar sem ég var í sumarfríi stærstan hluta þess.

Ég mætti hins vegar galvaskur til leiks eftir frí um miðjan ágúst og horfði á lokaleiki mótsins sem voru frábær skemmtun.

Kvennaboltinn er svo sannarlega á uppleið. Leikmennirnir eru alltaf að verða betri og betri. Bilið á milli þeirra sem eru mjög góðir, og ekki svo góðir, hefur minnkað mikið og af því leiðir að leikirnir eru mun jafnari en hér á árum áður þegar sum lið voru að vinna 15:0-stórsigra.

Það var allt sögulegt við sigur Spánverja. Þetta var þeirra þriðja heimsmeistaramót. Liðið spilaði frábæran fótbolta. Barcelona er besta kvennalið heims og níu af leikmönnum Spánverja eru samningsbundnir Börsungum.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert