Sara og Sigurður Íslandsmeistarar í ofursprettþraut

Verðlaunahafar dagsins.
Verðlaunahafar dagsins. Ljósmynd/Þríþrautarsamband Íslands

Sara Árnadóttir og Sigurður Örn Ragnarsson eru Íslandsmeistarar í ofursprettþraut en Íslandsmótið fór fram í og við Vatnaveröld í Reykjanesbæ í morgun. Mótið var jafnframt síðasta stigamótið í bikarkeppni sumarsins.

Íslandsmótið hefur farið fram á sömu braut síðan 2011 þar sem vegalengdin er 400m sund, 10km hjól (4 hringir) og 2,5km hlaup.

Í kvennaflokki varð Sara Árnadóttir úr Ægi Íslandsmeistari á tímanum 39.13, í öðru sæti á tímanum 40.28 var svo Brynja Dögg Sigurpálsdóttir en hún kemur einnig úr Ægi. Anna Kristjana Vilhjálmsdóttir, úr Breiðabliki hafnaði í þriðja sæti á tímanum 47.30.

Í karlaflokki varð Sigurður Örn Ragnarsson Íslandsmeistari á tímanum 31.21, Stefán Karl Sævarsson varð annar á tímanum 32.15 og þriðji varð Bjarni Jakob Gunnarson á tímanum 32:59 en þeir keppa allir fyrir Breiðablik.

Í byrjendaflokki sigruðu Elísabet Einarsdóttir og Arnar Páll Gíslason. Kvennalið Ægis og karlalið Breiðabliks sigruðu stigakeppnina og Ægir vann samanlagða stigakeppni með 266 stigum á móti 260 stigum Breiðabliks.

Nánari úrslit eru hér: https://timataka.net/sprettthraut2023/ 

Endanleg úrslit í bikarkeppni sumarsins eru eftirfarandi: 


Kvennaflokkur
1. 
Sara Árnadóttir, Ægir 240
2. 
Ewa Przybyla, Breiðablik 116
3. 
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Ægir 140

Karlaflokkur
1. Sigurður Örn Ragnarsson
, Breiðablik 250
2. 
Bjarni Jakob Gunnarsson, Breiðablik 202
3. 
Hákon Hrafn Sigurðsson, Breiðablik 156

Ægir sigraði stigakeppni félaga, Breiðablik varð í öðru sæti og Sundfélag Hafnarfjarðar í þriðja sæti.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert