Sú sigursælasta ætlar á Ólympíuleikana

Simone Biles.
Simone Biles. AFP/Ezra Shaw

Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles hefur sett stefnuna á þátttöku í Ólympíuleikunum í París sem fram fara næsta sumar.

Þetta tilkynnti hún í samtali við NBC-sjónvarpsstöðina í gærkvöldi en Biles, sem er 26 ára gömul, er sigursælasta fimleikakona sögunnar.

Biles tilkynnti eftir Ólympíuleikana í Tókýó að hún væri hætt keppni en hún snéri aftur á þessu ári.

Hún hefur unnið til 25 gullverðlauna á stórmótum á ferlinum, ferna á Ólympíuleikunum og 19 á heimsmeistaramótinu. Alls hefur hún unnið til 34 verðlauna á stórmótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert