Hoppaði upp um 30 sæti

Eygló Fanndal hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg síðustu …
Eygló Fanndal hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg síðustu misseri, þessi ungi læknanemi er orðinn helmassaður og hleður á sig metunum sem enginn sé morgundagurinn. Ljósmynd/Isaac Morillas Sanchez @World Weightlifting Media

Lækna­nem­inn og lyft­inga­val­kyrj­an Eygló Fann­dal Sturlu­dótt­ir skákaði öll­um sín­um Íslands­met­um í ólymp­ísk­um lyft­ing­um á heims­meist­ara­mót­inu í Sádi-Ar­ab­íu í dag. Eygló hef­ur notið byrs í öll­um segl­um und­an­farið og vex fisk­ur um hrygg sem aldrei fyrr. Hún sagði mbl.is af mót­inu.

„Ég keppti í B-riðlin­um í -71 kílós flokkn­um, þar er raðað eft­ir því hvar maður stend­ur og ég rétt náði inn í B-riðil­inn,“ seg­ir Eygló Fann­dal Sturlu­dótt­ir, lyft­inga­kona og lækna­nemi á þriðja ári, í sam­tali við mbl.is en Íslands­met­in riðuðu til falls þegar Eygló steig á pall­inn á heims­meist­ara­mót­inu í ólymp­ísk­um lyft­ing­um í Riya­dh í Sádi-Ar­ab­íu í morg­un.

Hafnaði Eygló í 17. sæti í sam­an­lögðu í sín­um flokki, þar sem 53 kon­ur öttu kappi, 16. sæti í snör­un og 21. sæti í jafn­hend­ingu. „Þetta gekk bara ótrú­lega vel, ég held að ég hafi náð að hoppa upp um 30 sæti, fékk sex af sex lyft­um gild­ar,“ seg­ir Eygló enn frem­ur.

Eft­ir því sem skrif­ari Lyft­inga­sam­bands­ins rit­ar á síðu þess náði Eygló „sturluðum ár­angri með Íslands­metaregni og 6 gull­fal­leg­um lyft­um“.

Til Kat­ars í úr­töku­mót

Reif Eygló upp 102 kíló í snör­un án þess að blása úr nös, 123 í jafn­hend­ingu og náði þar með sam­an­lagða ár­angr­in­um 225 kíló­um, bætti þar með öll sín eig­in Íslands­met með glæsi­brag.

„Ég var í öðru sæti í B-riðlin­um sem var bara frá­bært,“ seg­ir lækna­nem­inn sem held­ur bet­ur hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg und­an­far­in miss­eri og bæt­ir sig nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust.

Eygló fékk allar sex lyftur sínar gildar í dag og …
Eygló fékk all­ar sex lyft­ur sín­ar gild­ar í dag og virt­ist stöng­in all­rýr í hönd­um henn­ar, allt fór upp. Ljós­mynd/​Isaac Morillas Sanchez @World Weig­htlift­ing Media

„Næst er ég að fara að keppa í Kat­ar í des­em­ber á úr­töku­móti fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana svo fram að því verð ég bara heima að æfa og læra,“ seg­ir Eygló að lok­um, sátt við ár­ang­ur sinn í Sádi-Ar­ab­íu í dag.

Fram und­an er Norður­landa­mót ung­linga í kraft­lyft­ing­um í Lillestrøm í Nor­egi um helg­ina sem mbl.is mun að sjálf­sögðu fylgj­ast grannt með og færa les­end­um tíðindi af hópi sex­tán kepp­enda sem þangað munu halda í vík­ing.

Eygló undirbýr sig nú fyrir úrtökumót í Katar fyrir Ólympíuleikana …
Eygló und­ir­býr sig nú fyr­ir úr­töku­mót í Kat­ar fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana en þarf auk þess að liggja yfir bók­un­um í lækn­is­fræðinni. Ljós­mynd/​Isaac Morillas Sanchez @World Weig­htlift­ing Media
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka