Biles hélt áfram að skrifa söguna

Simone Biles.
Simone Biles. AFP/Lionel Bonaventure

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles varð í gær fyrst kvenna til þess að framkvæma Yurchenko double pike-stökk.

Þetta gerði hún á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem nú stendur yfir í Antwerp í Belgíu en Biles, sem er 26 ára gömul, er að keppa á sínu fyrsta stórmóti frá því á Ólympíuleikunum 2021 í Tókýó.

Stökkið verður hér eftir nefnt Biles II, í höfuðið á fimleikakonunni, en hún er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitum í öllum greinum á mótinu í ár.

Alls á hún að baki 19 gullverðlaun á HM og þá hefur hún fjórum sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert