„Ég drakk til þess að reyna að láta mér líða betur“

„Þetta var hörmulegt því þetta er það eina sem ég hef gert allt mitt líf og í rauninni það eina sem ég hef unnið við í lífinu líka,“ sagði snjóbrettakappinn Halldór Helgason í Dagmálum.

Tók klassíska Íslendinginn á þetta

Halldór, sem er 32 ára gamall, lenti í kulnun árið 2019 og hefur þurft að glíma við bæði kvíða og þunglyndi í kjölfarið en hann hefur verið einn fremsti snjóbrettamaður heims undanfarin ár.

„Ég tók klassíska Íslendinginn á þetta og hélt bara áfram með „þetta reddast“-hugarfarið,“ sagði Halldór.

„Ég drakk alltaf of mikið til þess að reyna að takast á við þetta enda kunni ég ekkert að takast á við kvíða eða þunglyndi.

Ég drakk til þess að reyna að láta mér líða betur þangað til það sprakk. Læknirinn sagði mér að ég væri í kulnun og að ég þyrfti að taka mér pásu,“ sagði Halldór meðal annars.

Viðtalið við Halldór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert