Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands undanfarin ár, er orðinn bandarískur ríkisborgari. Hann greindi fá á Instagram.
Anton keppti á Ólympíuleikunum 2012, 2016 og 2021 og er kominn með keppnisrétt á leikana í París næsta sumar.
Hann hóf nám við Alabama-háskólann árið 2013 og er nú áratug síðar kominn með ríkisborgararétt.
„Árið 2013 kom ég í Alabama-háskólann og hóf vegferðina. Þegar ég horfi til baka hafði ég enga hugmynd um að þetta myndi færa mig þangað sem ég er núna.
Í dag, áratug síðar, er ég formlega orðinn bandarískur ríkisborgari. Það er erfitt að lýsa því hversu spenntur ég er að halda þessari vegferð áfram og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ skrifaði hann m.a. á Instagram.