Sextánfaldur heimsmeistari hættir á næsta ári

Phil Taylor lætur gott heita á næsta ári.
Phil Taylor lætur gott heita á næsta ári. AFP

Phil Taylor, sextánfaldur heimsmeistari í pílukasti, hefur tilkynnt að hann muni hætta keppni á næsta ári eftir afskaplega farsælan feril.

Hefur enginn unnið heimsmeistaramótið í pílukasti jafn oft og hann.

Taylor, sem er orðinn 63 ára gamall og gjarna talinn besti pílukastari sögunnar, hætti keppni árið 2018 eftir að hafa komist í úrslit heimsmeistaramótsins það ár.

Taylor sneri hins vegar aftur á síðasta ári og hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í öldungamótaröðinni.

Hefur Taylor hins vegar greint frá því að hann muni láta gott heita að loknu næsta tímabili mótaraðarinnar á næsta ári.

„Þetta hefur verið ótrúleg vegferð undanfarin 35 ár og ég hef elskað hverja einustu mínútu.

Ég mun ávallt elska að standa mig eftir bestu getu en tíminn nær í skottið á öllum og ég veit að þetta er réttur tímapunktur til að stíga frá mótaröðinni,“ sagði Taylor í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert