Djokovic hraunaði yfir breska stuðningsmenn

Novak Djokovic í gærkvöldi.
Novak Djokovic í gærkvöldi. AFP/Jorge Guerrero

Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum Davis-bikarsins í tennis þegar Novak Djokovic lagði Bretann Cameron Norrie að velli í átta liða úrslitum keppninnar í Málaga á Spáni í gær.

Davis-bikarinn er árlegt heimsmeistaramót karlalandsliða í tennis og var Djokovic ekki á eitt sáttur við framferði stuðningsmanna breska landsliðsins eftir að sigur Serbíu var í höfn í gær.

Var Djokovic í viðtali við fréttamann þegar hann fékk nóg af trommuslætti og hrópum bresku stuðningsmanna í áhorfendastúkunni.

„Lærið að virða leikmenn, lærið að hegða ykkur. Nei, þegið þið! Hafið þið hljóð!“ hrópaði Djokovic að stuðningsmönnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert