Missti fótinn en gefst ekki upp

Emilie Aaen er byrjuð að vinna til verðlauna í heimalandinu.
Emilie Aaen er byrjuð að vinna til verðlauna í heimalandinu. Ljósmynd/@emilieaaen

Danska fimleikakonan Emilie Aaen gefst ekki upp, þrátt fyrir að hún hafi misst fótinn í slysi á meðan hún æfði íþróttina í heimalandinu.

Aaen lenti í hræðilegu slysi á meðan hún gerði æfingar á trapólíni, með þeim afleiðingum að fjarlægja þurfti hægri fót.

Fékk hún gervifót og þurfti að læra að labba upp á nýtt. Þrátt fyrir áfallið setur hún nú stefnuna á Ólympíumót fatlaðra í París á næsta ári þar sem hún vill keppa í hlaupagrein.

„Það gaf mér ótrúlega mikið þegar ég gat byrjað að hlaupa aftur. Ég er jafn einbeitt og klár núna og ég var fyrir slysið mitt,“ sagði hún m.a. við BT í heimalandinu.

„Nú set ég stefnuna á Ólympíumótið, en ég á eftir að ákveða hvaða vegalengd ég hleyp,“ bætti hún við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert