Völlurinn varinn með hitapulsu

Laugardalsvöllur snævi þakinn í gær þegar vika var í leik …
Laugardalsvöllur snævi þakinn í gær þegar vika var í leik Breiðabliks í Sambandsdeildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við tökum einn dag í einu og reynum að leysa þau vandamál sem koma upp,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, um leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu sem verður á vellinum á fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við snævi þakta jörð í gærmorgun. Eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Breiðabliks en Kristinn kveðst ekki hafa áhyggjur af stöðu mála. Völlurinn verði í lagi á leikdag. Unnið var að því í gær að setja svokallaða hitapulsu á völlinn og átti að kynda hana upp seinnipartinn.

Til stóð að setja hana á völlinn á miðvikudag en það var ekki hægt vegna veðurs. „Hún hefði bara fokið út á Faxaflóa,“ segir Kristinn. Hann segir að veðurspá geri ráð fyrir hlýindum næstu daga en svo eigi að frysta aftur þegar nær dregur leikdegi. „Okkar aðaláhyggjuefni er bara leikdagurinn sjálfur. Þá tökum við pulsuna af.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert