Tveir á verðlaunapalli á Norður-Evrópumótinu

Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári ólafsson á verðlaunapalli með Elias …
Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári ólafsson á verðlaunapalli með Elias Koski frá Finnlandi. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Fimleikamennirnir Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári Ólafsson unnu til verðlauna á tvíslá á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum í dag.

Valgarð lenti í öðru sæti á tvíslánni með 13,700 í einkunn og Dagur Kári var þar rétt á eftir með 13,450 í einkunn.

Valgarð keppti til úrslita á þremur áhöldum og lenti í í 6. sæti á stökki með 13,425 í einkunn og 4. sæti á svifránni með 12,750 í einkunn.

Ágúst Ingi Davíðsson endaði í 5. sæti á gólfinu með 12,750 í einkunn og 8. sæti á hringjunum eftir súrt fall með 11,900 í einkunn.

Martin Bjarni Guðmundsson keppti til úrslita á þremur áhöldum líkt og Valgarð og lenti í 4. sæti á stökki með 13,700 í einkunn. Hann endaði í 6. sæti á gólfinu með 11,550 einkunn og var einnig í 6. sæti á svifránni með 11,700 í einkunn. 

Karlalandsliðið lenti í sjötta sæti í liðakeppninni í gær og hafa nú allir íslensku keppendurnir lokið keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert