Gabríela Einarsdóttir náði bestum árangri Íslendinga á Norðurlandamótinu í línuklifri sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina.
Gabríela, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í greininni, hafnaði í sjötta sæti með 22+ stig sem er besti árangur íslenskrar konu á Norðurlandamóti fullorðinna frá upphafi. Ingrid Kindilhagen varð Norðurlandameistari með yfirburðum og fékk 33+ stig.
Guðmundur Freyr Arnarsson náði bestum árangri í karlaflokki þar sem hann endaði í sjöunda sæti með 20+ stig en Birgir Óli Snorrason og Stefán Þór Sigurðsson höfnuðu í níunda og tíunda sæti. Norðurlandameistari varð Fredrik Serlachius frá Svíþjóð með 34+ stig.
Jenný Þóra Halldórsdóttir náði sjöunda sæti í flokki ungmenna U16-ára en alls komust sjö íslenskir keppendur í tíu manna úrslit í sínum flokkum á mótinu.