Bjóst engan veginn við að vinna mótið

Ólafur Engilbert Árnason við keppni á Danmerkurmeistaramótinu á dögunum.
Ólafur Engilbert Árnason við keppni á Danmerkurmeistaramótinu á dögunum. Ljósmynd/Aðsend

„Alls, alls ekki. Ég bjóst við að detta út í fyrstu eða annarri umferð. Ég var mjög heppinn með fyrsta bardagann sem ég vann 8-0 en þegar maður er kominn yfir með 8 stiga mun þá vinnur maður sjálfkrafa, hvort sem staðan er 10-2 eða 8-0,“ segir hinn 26 ára Ólafur Engilbert Árnason, nýkrýndur Danmerkurmeistari í karate, spurður að því hvort hann hafi búist við því að hreppa titilinn.

Danmerkurmeistaramótið fór fram um helgina og keppti Ólafur fyrir hönd Sportskarate.dk. Alls voru 446 þátttakendur á mótinu frá 31 félagi. Ólafur tryggði sér Danmerkurmeistaratitilinn í flokki senior (18+) karla, -75 kg. Eftir að hafa unnið fyrstu viðureignina tryggði hann sér sæti í undanúrslitum þar sem hann mætti landsliðsmanni frá Danmörku. Ólafur vann þá viðureign einnig örugglega, 7-2. Í úrslitum mætti hann svo öðrum landsliðsmanni Dana, og liðsfélaga sínum úr karateklúbbnum, sem hann vann 6-0.

Flutti út til að bæta ferilinn

Ólafur á að baki glæstan feril í karate hér á landi en hann var meðal annars í íslenska landsliðinu í mörg ár. Segist hann sjálfur ekki hafa tölu á Íslandsmeistaratitlum sínum en spurður út í eftirminnilegasta titilinn segir hann þann nýjasta standa upp úr. Hann hefur búið í Álaborg síðan árið 2017 en þangað flutti hann strax að lokinni útskrift úr Menntaskólanum í Reykjavík.

Viðtalið má lesa í heild sinni á baksíðu Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert