Róbert fékk tvö gull í Póllandi

Róbert Ísak Jónsson með verðlaunin í Póllandi.
Róbert Ísak Jónsson með verðlaunin í Póllandi. Ljósmynd/ÍF

Róbert Ísak Jónsson vann til tvennra gullverðlauna á pólska vetrarmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í Szczecin um síðustu helgi.

Keppt var í opnum flokki og Róbert sigraði fyrst í 100 metra bringusundi á 1:10,53 mínútu og síðan í 100 metra flugsundi á 59,54 sekúndum. Hann náði ekki lágmörkum fyrir Paralympics 2024 en stefnir á að ná þeim á Reykjavíkurleikunum í lok janúar.

Þá eru Róbert og Thelma Björg Björnsdóttir á leið á Norðurlandamótið í sundi þar sem þau verða fulltrúar íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert