Sex fulltrúar Íslands í Rúmeníu

Anton Sveinn McKee keppir í tveimur greinum á EM.
Anton Sveinn McKee keppir í tveimur greinum á EM. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sex sundmenn verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Otopeni í Rúmeníu dagana 5.-10. desember.

Anton Sveinn Mckee keppir í 100m og 200m bringusundi, Birnir Freyr Hálfdánarson keppir í 100m og 200m fjórsundi og þeir Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson keppa í 50m og 100m bringusundi.

Þá keppir Snæfríður Sól Jórunnardóttir í 50m, 100m og 200m skriðsundi og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir keppir í 50m og 100m skriðsundi sem og 50m og 100m flugsundi.

Keppnisdagskrá íslensku keppendanna má sjá hér fyrir neðan.

Ljósmynd/Sundsamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert