Sjö marka slagur í Egilshöll

Petr Stepanek var atkvæðamikill fyrir SR í gær með tvö …
Petr Stepanek var atkvæðamikill fyrir SR í gær með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Hér sækir hann að Styrmi sem varði vel í marki Fjölnis. Ljósmynd/Bjarni Helgason

SR hafði betur gegn Fjölni, 5:2, þegar liðin mættust á Íslandsmóti karla í íshokkí í Egilshöll í gær. 

Þegar deildin er nákvæmlega hálfnuð og öll liðin hafa spilað átta leiki af sextán er Skautafélag Akureyrar með 24 stig eftir átta sigra. SR er með 9 stig og Fjölnir er með 3 stig.

SR byrjaði fyrsta leikhluta af krafti en það var þó Fjölnir sem braut ísinn og skoraði eina mark lotunnar. SR-ingar áttu mörg góð færi en markvörður Fjölnis átti frábæran leikhluta og tryggði forystu heimamanna. Staðan var 1:0 eftir fyrstu lotu.

Meira fjör færðist í leikinn í öðrum leikhluta er menn tókust á inn á ísnum. Hitnaði ágætlega í kolunum en dómurum leiksins tókst að halda stjórn. SR tók völdin og sótti stíft sem skilaði þeim fjórum mörkum í lotunni og staðan var því 4:1 fyrir SR eftir annan leikhluta.

Leikurinn jafnaðist út í þriðja leikhluta og skiptust liðin á að sækja. SR jók forystuna í byrjun en Fjölnir minnkaði muninn í lokin og þar við sat sigur, 5:2, fyrir SR sem fór með þrjú mikilvæg stig í Laugardalinn.

Mörk Fjölnis:
Martin Svoboda og Liridon Dupljaku

Mörk SR:
Petr Stepanek (2), Ólafur Hrafn, Styrmir Maack og Kári Arnarsson

Samlandarnir Filip (SR) og Martin (Fjölnir) frá Tékklandi takast á …
Samlandarnir Filip (SR) og Martin (Fjölnir) frá Tékklandi takast á í Egilshöllinni Ljósmynd/Bjarni Helgason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert