Tíu íslenskir sundmenn voru á meðal keppenda í úrslitahlutanum á Norðurlandameistaramótinu í Tartu í Eistlandi í dag.
Guðmundur Leo Rafnsson gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í unglingaflokki í 200m baksundi þegar hann synti á tímanum 1:57,33 og bætti tíma sinn um tæpa sekúndu.
Katja Lilja Andriysdóttir tryggði sér brons í unglingaflokki í 400m skriðsundi þegar hún bætti tíma sinn um tæpar tvær sekúndur, en hún synti 4:19,80
Önnur úrslit voru:
Bergur Fáfnir Bjarnason synti 200m baksund á tímanum 2:03,83 og varð í sjöunda sæti.
Freyja Birkisdóttir synti 400m skriðsund á 4:25,62 og varð í sjöunda sæti.
Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m skriðsund og varð í 8. sæti í fullorðinsflokki þegar hann synti í 3:59,94.
Sunna Arfinnsdóttir synti 200m flugsund á tímanum 2:26,88 og varð í sjötta sæti.
Fannar Snævar Hauksson synti 100m flugsund varð sjötti á tímanum 54,62.
Eva Margrét Falsdóttir synti 200m bringusund á tímanum 2:31,24 sem er bæting hjá henni, hún varð í fimmta sæti.
Vala Dis Cicero synti 50m skriðsund á tímanum 26,22 sekúndum og varð í áttunda sæti.
Simon Elías synti einnig 50m skriðsund á tímanum 22,91 sekúndum og varð í fimmta sæti.
Stúlkurnar syntu í lok dags 4x 200m skriðsund, þær urðu í fjórða sæti á tímanum 8:22,31. Sveitina skipuðu þær : Vala Dís, Katja Lilja, Freyja Birkis og Nadja Djurovic
Strákarnir syntu einnig 4x200m skriðsund á tímanum 7:32,71 og urðu í fimmta sæti. Sveitina skipuðu þeir Ýmir Chatneay, Guðmundur Leo, Magnús Víðir og Bergur Fáfnir.