Æfingin sem skilaði gullverðlaunum

Thelma Aðalsteinsdóttir er núverandi Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut.
Thelma Aðalsteinsdóttir er núverandi Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut. mbl.is/Óttar Geirsson

Thelma Aðalsteinsdóttir vann gullverðlaun á tvíslá á Norður Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Svíþjóð síðustu helgi.

Hún var þriðja inn í úrslit með 11,800 í ein­kunn og hækkaði sig töluvert í úrslitum, upp í 12,266 í einkunn.

Á mótinu frumsýndi hún glæsilegt nýtt afstökk sem er tvöfalt heljarstökk með beinum líkama.

Á myndbandinu er Thelma að gera tvísláaræfinguna sem skilaði henni gullverðlaunum og henni til aðstoðar var Þorgeir Ívarsson, einn af þjálfurum landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert