Annie Mist: Líkamsímynd er algjör tík

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. AFP

Crossfitkonan Annie Mist Þórisdóttir setti inn áhugaverða færslu á samfélagsmiðilinn Instagram um helgina.

Annie Mist, sem er 34 ára gömul, er barnshafandi en fyrir á hún eina dóttur fædda árið 2020 ásamt sambýlismanni sínum Frederik Aeg­idius.

Crossfitkonan er gengin 17 vikur en þrátt fyrir það lætur hún það ekki aftra sér við æfingar.

Endalausar tilfinningar

„Líkamsímynd er algjör tík,“ skrifaði Annie í færslunni sem hún birti á Instagram.

„Endalausar tilfinningar, hugsanir og efasemdir, sama hvort þú sért keppnismaður í íþróttum eða ekki. Ég stækkaði hratt eftir að ég varð ólétt núna og mun hraðar en síðast. Ég reyndi að fela það til að byrja með en svo kom ákveðinn tímapunktur þar sem ég ákvað að hætta að pæla í því.

Ég ákvað að klæðast fötum sem mér líður vel í. Það er ekki alltaf auðvelt en á sama tíma fylgir því ótrúlega mikið frelsi að vera ekki að reyna fela eitthvað. Svona lítur líkaminn minn út í dag og ég er þakklát fyrir að geta æft og stundað mína íþrótt,“ bætti Annie Mist við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert