Fékk bronsverðlaun í ítölsku ölpunum

Jón Erik Sigurðsson á verðlaunapallinum á Ítalíu.
Jón Erik Sigurðsson á verðlaunapallinum á Ítalíu. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands

Jón Erik Sigurðsson hafnaði í 3. sæti í svigi á alþjóðlegu móti í Passo Monte Croce á Ítalíu um helgina.

Þetta var fyrsta mót vetrarins hjá Jóni Erik en alls voru 160 keppendur skráðir til leiks í Passo Monte Croce um helgina.

72 kláruðu keppni og fékk Jón Erik 48,24 FIS-punkta fyrir frammistöðu sína á mótinu sem er hans besti árangur á ferlinum.

Þá endaði Eyrún Erla Gestsdóttir í 17. sæti í kvennaflokki og í 2. sæti í sínum árgangi en hún er í úrtakshóp fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fram fara í Gangwon í Suður-Kóreu í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert