Fjórir fulltrúar Íslands á EM

Kristín Þórhallsdóttir er til alls líkleg á EM.
Kristín Þórhallsdóttir er til alls líkleg á EM. Ljósmynd/Kraft.is

Ísland á fjóra fulltrúa á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer dagana 4.-9. desember í Tartu í Eistlandi.

Kristín Þórhallsdóttir, sem varð Evrópumeistari árið 2021, keppir í -84 kg flokki en hún vann til silfurverðlauna á HM í ár. Lucie Stefaniková keppir í -76 kg flokki en þetta er hennar fyrsta Evrópumeistaramót.

Friðbjörn Bragi Hlynsson keppir í -83 kg flokki og er á leið á sitt annað Evrópumeistaramót og þá keppir Viktor Samúelsson í -105 kg flokki en hann á að baki fjölmörg stórmót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert