Leikmenn skyldaðir til að nota hálshlífar

Adam Johnson hefur víða verið minnst eftir að hann lést …
Adam Johnson hefur víða verið minnst eftir að hann lést fyrir rúmum mánuði. AFP/Bruce Bennett

Alþjóðaíshokkísambandið, IIHF, hefur tekið ákvörðun um að skikka alla leikmenn sem taka þátt í keppnum á vegum sambandsins til þess að notast við hálshlífar í kjölfar þess að bandaríski íshokkíkappinn Adam Johnson eftir að hafa fengið skautablað í hálsinn.

IIHF tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við læknanefnd sambandsins.

Bandaríkjamaðurinn Johnson fékk skautablað mótherja í hálsinn í leik með Nottingham Panthers gegn Sheffield Steelers í efstu deild Englands þann 28. október og lést skömmu síðar af sárum sínum.

Skömmu síðar handtók lögreglan í Jórvíkurskíri karlmann grunaðan um manndráp. Gera má ráð fyrir því að sá sé Kanadamaðurinn Matt Petgrave, leikmaður Sheffield sem rak skautablað sitt í háls Johnsons.

Enskur dánardómstjóri sem krufði Johnson var á meðal þeirra sem lagði til að það yrði gert að skyldu að leikmenn notuðu hálshlífar við keppni.

Framboðsskortur á hálshlífum

Þrátt fyrir ákvörðun IIHF hefur sambandið ekki gefið út dagsetningu sem miðast við að nýja reglan tekur gildi vegna framboðsskorts á hálshlífum.

„IIHF er í stöðugu sambandi við framleiðendur hálshlífa með það fyrir augum að tryggja að þeir geti brugðist við aukinni eftirspyrnu.

Þar reglan tekur gildi hvetur IIIHF eindregið til þess að allir leikmenn sem taka þátt í keppnum á vegum sambandsins notist við hálshlífar,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert