Annar sigurinn gegn Kína á fimm dögum

Jaedyn Shaw fagnar sigurmarki sínu í nótt.
Jaedyn Shaw fagnar sigurmarki sínu í nótt. AFP/Sam Hoode

Jaedyn Shaw reyndist hetja Bandaríkjanna þegar liðið hafði betur gegn Kína í vináttulandsleik í Frisco í Texas í nótt, 2:1.

Shaw skoraði sigurmark leiksins á 79. mínútur eftir að Shen Mengyu hafði komið Kína yfir undir lok fyrri hálfleiks en Samantha Coffey jafnaði metin fyrir Bandaríkin á 62. mínútu.

Þetta var annar sigur Bandaríkjanna gegn Kína á síðustu fimm dögum en bandaríska liðið vann 3:0-sigur í vináttuleik liðanna í Fort Lauderdale á Flórída á laugardaginn.

Þá skoraði Quinn sigurmark Kanada í vináttulandsleik gegn Ástralíu þegar liðin mættust í Vancouver í Kanada í nótt en leiknum lauk með 1:0-sigri Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert