Besti tími ársins í Rúmeníu

Anton Sveinn McKee fer vel af stað á EM.
Anton Sveinn McKee fer vel af stað á EM. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Anton Sveinn McKee kom í mark á tímanum 58,06 sekúndum í undanrásum í 100 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Otopeni í Rúmeníu í morgun.

Þetta er hans besti tími í greininni á árinu og er hann tíundi inn í 16-manna úrslitin sem fara fram síðar í dag.

Snorri Dagur Einarsson er sextándi inn í undanúrslitin en hann kom í mark á tímanum 58,96 sekúndum og bætti sig um eina sekúndu í greininni. Einar Margeir Ágústsson synti einnig í undanrásum og varð í 24. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert