Lyfti rúmlega 707 kílógrömmum í Eistlandi

Friðbjörn Bragi Hlynsson bætti fimm Íslandsmet í Eistlandi.
Friðbjörn Bragi Hlynsson bætti fimm Íslandsmet í Eistlandi. Ljósmynd/Kraft.is

Friðbjörn Bragi Hlynsson bætti fimm Íslandsmet í -83 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fer í Tartu í Eistlandi í gær.

Friðbjörn lyfti 257,5 kg í hnébeygju og bætti um leið eigið Íslandsmet og hann lyfti svo 160 kg í bekkpressunni. Í réttstöðulyftunni tvíbætti hann eigið Íslandsmet með því að lyfta 282,5 kg og svo 290 kg í þriðju og síðustu tilrauninni.

Samanlagt lyfti hann því 707,5 kg sem er einnig tvíbæting á Íslandsmeti hans en hann hafnaði í 11. sæti á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert