Hafnaði í níunda sæti á EM

Viktor Samúelsson.
Viktor Samúelsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Viktor Samúelsson hafnaði í níunda sæti á EM í klassískum kraftlyftingum í –105 kg flokki í gær.

Viktor lyfti 282,5 kg í hnébeygju 192,5 kg í bekkpressu og 310 kr í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann því 785 kg.

Hnébeygjan gekk vel hjá Viktori sem fékk allar lyftur gildar og lyfti mest 282,5 kg.

Í bekkpressu hóf Viktor 192,5 kg á loft í sinni annarri lyftu og reyndi í kjölfarið við Íslandsmet, 202,5 kg, í þeirri þriðju en tókst ekki.

Í réttstöðulyftu fór hann svo upp með 310 kg í annarri tilraun en ákvað að sleppa þeirri þriðju vegna meiðsla sem tóku sig upp í lyftunni á undan.

Árangurinn er töluvert frá hans persónulega besta en samanlagður árangur hans, 785 kg, dugði þó engu að síður til að hreppa níunda sætið í flokknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert