Skautafélag Reykjavíkur hefur samið við finnsku íshokkíkonuna Satu Niinimäki um að leika með kvennaliði félagsins út þetta tímabil.
Niinimäki er fertug og lék lengst af fyrir Ilves frá Tampere, sem er eitt af stærstu íshokkífélögum Finnlands.
Hún lagði keppnisskautana á hilluna fyrir fimm árum en hefur spilað áhugamannahokkí undanfarin ár og þannig haldið sér í leikformi, að því er segir í tilkynningu frá SR.
Niinimäki á að baki yfir 260 leiki í efstu deild í Finnlandi, yfir 100 leiki í úrslitakeppni og fjóra leiki með finnska kvennalandsliðinu.
„Það er því mikill fengur fyrir SR og kvennahokkí yfir höfuð að fá svona sleggju inn í Hertz-deildina,“ sagði í tilkynningunni.