Bjarni Þór Hauksson, A-landsliðsmaður í alpagreinum, bar sigur úr býtum á alþjóðlegu móti í svigi í dag.
Keppnin fór fram í Geilo í Noregi þar sem Bjarni er búsettur og stundar nám. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum, eða með 1,46 sekúndna forskoti.125 keppendur hófu keppni á mótinu.
Mattías Kristinsson endaði í 5. sæti á mótinu og Tobias Hansen endaði í 35. sæti en þeir eru báðir í A-landsliði Íslands.