Frábærir Íslendingar í lauginni

Anton Sveinn McKee kom annar í mark í 200 metra …
Anton Sveinn McKee kom annar í mark í 200 metra bringusundi í dag. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Það var frábær dagur fyrir íslenska sundkappa í dag á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug. Anton Sveinn McKee nældi sér í silfurverðlaun í 200 metra bringusundi með sínum langbesta tíma á árinu en hann synti á tímanum 2:20,74 sem skilaði honum öðru sæti á mótinu.

Snæfríður Sól syndir til úrslita á morgun í 200 metra skriðsundi en hún varð þriðja í sínum riðli er hún synti á tímanum 1:54,23 og sló Íslandsmet í leiðinni. Hún fer með fimmta besta tímann inn í úrslitin á morgun.

Snorri Dagur Einarsson varð í 13. sæti í 50 metra bringusundi en hann kom í mark á tímanum 26,96.

Snorri Dagur Einarsson varð í 13. sæti í dag í …
Snorri Dagur Einarsson varð í 13. sæti í dag í 50 metra bringusundi. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Birnir Freyr Hálfdánarson synti í 50 metra flugsundi þar sem hann bætti tímann sinn þegar hann lenti í 22. sæti en hann kom í mark á tímanum 56,60.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti sinn tíma í 50 metra flugsundi þegar hún synti á tímanum 27,03 og varð í 29. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert