Snorri Dagur Einarsson bætti eigið Íslandsmet unglinga í 50 metra bringusundi þegar hann synti á 27,04 í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Otopeni í Rúmeníu í morgun. Snorri er þrettándi inn í undanúrslitin í kvöld.
Einar Margeir Ágústsson var nálægt sínu besta í sama sundi og hafnaði í 22. sæti.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti 200 metra skriðsund á 1;57,05 í undanrásum og er fjórtánda inn í undanúrslitin í dag.
Þá bættu Birnir Freyr Hálfdánarson og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir sína bestu tíma í 100 metra fjórsundi og 50 metra flugsundi. Birnir synti fjórsundið á 56,60 og hafnaði í 22. sæti en Jóhanna synti flugsundið á 27,03 og hafnaði í 29. sæti.
Það er spennandi dagur framundan á EM þar sem Snorri Dagur og Snæfríður Sól synda í undanúrslitum seinna í dag en áður en rétt áður syndir Anton Sveinn McKee í úrslitum í 200 metra bringusundi. Anton var með þriðja besta tímann inn í úrslitin í gær.
Anton syndir kl. 16.19, Snæfríður kl. 16.26 og Snorri kl. 17.14.