Þrjú Íslandsmet Eyglóar í Katar

Eygló Fanndal Sturludóttir lyftir á mótinu í Katar.
Eygló Fanndal Sturludóttir lyftir á mótinu í Katar. Ljósmynd/All Things Gym

Eygló Fanndal Sturludóttir setti þrjú Íslandsmet og jafnaði tvö Norðurlandamet á alþjóðlegu móti í ólympískum lyftingum, Grand Prix II, sem lauk í Katar í gær.

Eygló vann B-flokkinn í -71 kg flokki kvenna á mótinu og hafnaði í ellefta sæti í heildina. Eftir mótið er hún í fjórtánda sæti á úrtökulista fyrir Ólympíuleikana í París  sem fara fram næsta sumar.

Í snörun lyfti Eygló 104 kílóum og bætti Íslandsmet sitt um tvö kíló. Um leið jafnaði hún Norðurlandamet Patriciu Strenius frá Svíþjóð.

Í jafnhendingu lyfti Eygló 127 kílóum og bætti Íslandsmet sitt um fjögur kíló.

Í samanlögðum árangri bætti Eygló því eigið Íslandsmet um sex kíló, lyfti samtals 231 kílói, og jafnaði Norðurlandametið sem Strenius átti líka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert