Ísland mætir Suður-Afríku annað kvöld í Skautahöllinni í Laugardal í fyrsta leiknum í undankeppninni í íshokkí karla fyrir Vetrarólympíuleikana 2026.
Leikurinn hefst klukkan 19 en Búlgaría og Eistland eru líka í riðlinum og mætast í Laugardalnum klukkan 15.30.
Vladimir Kolek landsliðsþjálfari hefur valið 21 leikmann til að leika fyrir Íslands hönd á mótinu og hópurinn er þannig skipaður:
Jóhann Björgvin Ragnarsson, markmaður
Halldór Ingi Skúlason, varnarmaður
Birkir Árnason, varnarmaður
Gunnar Arason, varnarmaður og aðstoðarfyrirliði
Úlfar Jón Andrésson, sóknarmaður
Ormur Jónsson, varnarmaður
Arnar Helgi Kristjánsson, varnarmaður
Orri Blöndal, varnarmaður
Hilmar Benedikt Sverrisson, sóknarmaður
Hákon Martein Magnússon, sóknarmaður
Viggó Hlynsson, sóknarmaður
Uni Blöndal, sóknarmaður
Kári Arnarsson, sóknarmaður
Níels Þór Hafsteinsson, sóknarmaður
Gunnlaugur Þorsteinsson, sóknarmaður
Bjarki Jóhannesson, varnarmaður og aðstoðarfyrirliði
Unnar Hafberg Rúnarsson, sóknarmaður
Andri Már Mikaelsson, sóknarmaður
Jakob Ernfelt Jóhannesson, markmaður
Heiðar Gauti Jóhannsson, sóknarmaður
Jóhann Már Leifsson, sóknarmaður og aðalfyrirliði liðsins