Ólympíuíshokkí í Laugardalnum

Íslenska landsliðið fagnar marki í leik í Skautahöllinni í Laugardal.
Íslenska landsliðið fagnar marki í leik í Skautahöllinni í Laugardal. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísland leikur í kvöld klukkan 19 fyrsta leikinn í undankeppninni í íshokkí karla fyrir Vetrarólympíuleikana 2026, gegn Suður-Afríku í Skautahöllinni í Laugardal.

Fjögur lið eru í riðlinum og eitt þeirra kemst áfram en Ísland mætir Búlgaríu annað kvöld og loks Eistlandi á sunnudaginn.

Búlgaría og Eistland mætast í fyrsta leik mótsins í Laugardalnum klukkan 15.30 í dag.

Fyrir fram á Eistland að vera sterkasta liðið en það er í 28. sæti heimslista Alþjóðaíshokkísambandsins. Ísland er í 34. sæti, Búlgaría í 36. og Suður-Afríka í 49. sæti.

Þetta er annað stig undankeppninnar en þar hefur Ísland keppni. Alls þarf að komast í gegnum fjögur stig undankeppninnar til að vinna sér sæti á leikunum sem fara fram í Mílanó og Cortina á Ítalíu í febrúar 2026.

Vladimir Kolek landsliðsþjálfari valdi 21 leikmann fyrir mótið. Leikir Íslands verða sýndir í beinu streymi á mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert