Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hafði betur gegn Búlgaríu, 4:3, í öðrum leik liðanna í undankeppni Vetrarólympíuleikanna í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.
Með sigrinum er ljóst að Ísland úrslitaleik við Eistland á sunnudag um toppsæti riðilsins og sæti í þriðja stigi undankeppninnar.
Er óhætt að segja að sigurinn hafi verið sérlega sætur fyrir íslenska liðið, því Búlgaría var með 3:2-forskot þegar 90 sekúndur voru eftir. Þá jafnaði Uni Blöndal og 17 sekúndum fyrir leikslok skoraði Unnar Rúnarsson sigurmarkið.
Andri Már Mikaelsson gerði fyrsta mark Íslands á 6. mínútu er hann kom liðinu í 1:0 og Kári Arnarsson gerði annað markið þegar hann jafnaði í 2:2, áður en mínúturnar ótrúlegu í lokin tóku við.
Hægt var að horfa á leikinn í beinu streymi hér fyrir neðan.