SA vann í dag útisigur á Fjölni, 4:2, í úrvalsdeild kvenna í íshokkí í Egilshöllinni í Grafarvogi.
Silvía Björgvinsdóttir, Anna Ágústsdóttir og Arndís Sigurðardóttir komu SA í 3:0 á fyrsta hálftímanum.
Berglind Leifsdóttir minnkaði muninn í 3:1 og svo aftur í 4:2, en þess á milli gerði Silvía Björgvinsdóttir sitt annað mark og fjórða mark SA.
SA er á toppi deildarinnar með 30 stig, 18 stigum meira en Fjölnir sem er í öðru sæti. SR rekur lestina án stiga.