Blaklið Hamars vann KA 3:0 í dag og er nú með 37 stig á toppi úrvalsdeildar karla þegar 13 leikir hafa verið spilaðir.
Hamar vann fyrstu hrinu 26:24, aðra 27:25 og þriðju af miklu öryggi, 25:15. Hamarsmenn eru með fjögurra stiga forskot á Aftureldingu sem er í öðru sæti með 33 stig þegar tveir leikir eru eftir á tímabilinu. KA er í sjötta sæti með 15 stig.
Afturelding og Völsungur mættust í Mosfellsbæ í dag og þar vann Afturelding sannfærandi 3:0 sigur. Fyrsta hrina fór 25:22, önnur 25:18 og þriðja 25:17. Völsungur er í sjöunda sæti með níu stig.