„Þarft stuðning við þeirri klikkun líka“

„Það er mjög mikilvægt að fá og finna fyrir stuðningi, ekki bara peningalega séð, heldur líka heiman frá,“ sagði sundkonan fyrrverandi og ólympíufarinn Hrafnhildur Lúthersdóttir í Dagmálum.

Hrafnhildur, sem er 32 ára gömul, lagði sundhettuna mjög óvænt á hilluna í ársbyrjun 2018, þá 27 ára gömul, en ein af ástæðum þess að hún ákvað að hætta var skortur á fjármagni og lítill stuðningur stjórnvalda við íslenskt afreksíþróttafólk.

Hætta fyrr en þau þurfa að gera

„Það er ákveðin klikkun að vilja fara að synda klukkan sex á morgnana, fram og til baka, og þú þarft stuðning við þeirri klikkun líka,“ sagði Hrafnhildur.

„Það er mjög mikilvægt líka að fá stuðning frá sveitarfélögunum, atvinnulífinu, sérsamböndunum og ÍSÍ því annars mun íslenskt íþróttafólk hætta mun fyrr en það þarf að gera,“ sagði Hrafnhildur meðal annars.

Viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka