Væri ekki betra að sleppa því bara?

Blikar fagna sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Blikar fagna sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalið Breiðabliks í knattspyrnu náði sögulegum árangri í haust þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni. Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu varð fyrst til þess að gera það kvennamegin árið 2021

Í gær dró Breiðablik kvennalið sitt í körfuknattleik úr keppni í úrvalsdeildinni þar sem leikmannahópurinn var orðinn ansi þunnur.

Karlalið Breiðabliks hefur líka verið í vandræðum undanfarin ár en bæði lið leika í efstu deild. Ég velti því fyrir mér af hverju eitt stærsta íþróttafélag landsins geti ekki gert betur þegar kemur til dæmis að körfuboltanum?

Ívar Ásgrímsson þjálfari karlaliðsins kom nú inn á það í viðtali á dögunum að Breiðablik væri fótboltaklúbbur.

Það er ódýrara að halda úti góðu körfuboltaliði en fótboltaliði og efniviðurinn í Kópavogi hefur svo sannarlega verið fyrir hendi enda hefur félagið alið upp nokkra A-landsliðskarla og -konur bara á síðustu fimm árum.

Vonandi er ég ekki að nudda viðkvæma G-bletti í þessum Bakverði. Ég er einfaldlega að velta því fyrir mér af hverju íþróttafélögin eru að reyna halda úti einhverju starfi með 50 prósent metnaði, væri ekki betra að sleppa því bara?

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgublaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka