Eygló Fanndal Sturludóttir og Brynjar Logi Halldórsson hafa verið valin lyftingafólk ársins 2023 af Lyftingasambandi Íslands, en þau keppa bæði fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur.
Eygló er með fimmta besta árangur Evrópubúa í -71 kg flokki kvenna í ólympískum lyftingum og er í nítjánda sæti heimslistans. Hún er í fjórtánda sæti á úrtökulista fyrir Ólympíuleikana. Eygló setti tólf Íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu og þau eru jafnframt Íslandsmet í flokki 21-23 ára.
Brynjar Logi fékk silfur í -89 kg flokki karla á Norðurlandamótinu, varð annar stigahæstur karla á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum og í tíunda sæti á EM ungmenna 21-23 ára. Brynjar setti tvö Íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu.