Eygló og Brynjar best á árinu

Eygló Fanndal Sturludóttir er lyftingakona ársins.
Eygló Fanndal Sturludóttir er lyftingakona ársins. Ljósmynd/All Things Gym

Eygló Fanndal Sturludóttir og Brynjar Logi Halldórsson hafa verið valin lyftingafólk ársins 2023 af Lyftingasambandi Íslands, en þau keppa bæði fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur.

Eygló er með fimmta besta árangur Evrópubúa í -71 kg flokki kvenna í ólympískum lyftingum og er í nítjánda sæti heimslistans. Hún er í fjórtánda sæti á úrtökulista fyrir Ólympíuleikana. Eygló setti tólf Íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu og þau eru jafnframt Íslandsmet í flokki 21-23 ára. 

Brynjar Logi fékk silfur í -89 kg flokki karla á Norðurlandamótinu, varð annar stigahæstur karla á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum og í tíunda sæti á EM ungmenna 21-23 ára. Brynjar setti tvö Íslandsmet í fullorðinsflokki á árinu.

Brynjar Logi Halldórsson er lyftingakarl ársins.
Brynjar Logi Halldórsson er lyftingakarl ársins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka