Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru fimleikafólk ársins 2023 en þetta kom fram í fréttatilkynningu Fimleikasambands Íslands í dag.
Thelma keppti á Evrópumóti í Tyrklandi fyrir hönd Íslands fyrr á árinu, en á því móti tryggði hún sér fjölþautarsæti á Heimsmeistaramótinu, varð hún efst íslenskra kvenna á mótinu.
Á Heimsmeistaramótinu náði hún markmiðum sínum sem voru að enda með yfir 49 stig í fjölþraut, sem er hennar besti fjölþrautrárangur á alþjóðlegu móti til þessa. Thelma endaði með 49.099 stig og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana 2024.
Valgarð varð Íslandsmeistari í fjölþraut á árinu. Hann er einnig ríkjandi Íslandsmeistari á tvíslá, svifrá og vann til silfurverðlauna á hringjum og bogahesti. Lið Valgarðs, Gerpla, varð einnig bikarmeistari á árinu.
Valgarð vann sér inn keppnisrétt á HM í Antwerpen með frábærri frammistöðu á EM í Antalya, Valgarð lagði allt undir á HM til þess að freista þess að vinna sér inn ÓL sæti, það gekk því miður ekki að þessu sinni.