Sigurmarkið kom í blálokin

Sigrún Árnadóttir var hetja Fjölnis.
Sigrún Árnadóttir var hetja Fjölnis. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fjölnir minnkaði forskot SA á toppi úrvalsdeildar kvenna í íshokkí niður í tólf stig með naumum heimasigri á SR í Skautahöllinni í Egilshöll í kvöld, 2:1.

Sigrún Árnadóttir var hetja Fjölnis, því hún gerði bæði mörk liðsins. Það fyrra á 3. mínútu og það seinna 90 sekúndum fyrir leikslok er hún tryggði sínu liði stigin þrjú.

Satu Niinimaki gerði mark SR tveimur mínútum fyrir leikslok og virtist vera að tryggja liðinu framlengingu, en Sigrún var á öðru máli.

SA er með 30 stig á toppnum og Fjölnir í öðru sæti með 18 stig. SR er enn án stiga eftir tíu leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka