Sex ungmenni á leið til Suður-Kóreu

Neðsti hluti alpagreinabrautarinnar í Gangwon.
Neðsti hluti alpagreinabrautarinnar í Gangwon. Ljósmynd/olympics.com

Sex íslensk ungmenni  taka þátt í Vetrarólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Gangwon í Suður-Kóreu dagana 19. janúar til 1. febrúar.

Þetta eru Dagur Ýmir Sveinsson og Eyrún Erla Gestsdóttir sem keppa í alpagreinum, Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir sem keppa í skíðagöngu og þau Júlíetta Iðunn Tómasdóttir og Reynar Hlynsson sem keppa á snjóbrettum.

Með þeim fara þjálfararnir Egill Ingi Jónsson, Sveinn Arndal Torfason, Einar Ágúst Yngvason, Guðmundur Rafn Kristjánsson og  Jökull Elí Borg.

Brynja Guðjónsdóttir verður aðalfararstjóri íslenska hópsins, Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir verður flokksstjóri og Margrét Ársælsdóttir sjúkraþjálfari er einnig með í för.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert