Kristrún og Snorri sigruðu

Kristrún Guðnadóttir kemur í mark í 58. sæti í 10 …
Kristrún Guðnadóttir kemur í mark í 58. sæti í 10 km göngu. AFP/Joe Klamar

Kristrún Guðnadóttir og Snorri Einarsson sigruðu í 10 km skiptigöngu kvenna og karla á alþjóðlegu FIS-bikarmóti í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina.

Kristrún keppir fyrir skíðagöngufélagið Ull og Snorri fyrir Skíðafélag Ísafjarðar.

Veronika Lagun úr Skíðafélagi Akureyrar sigraði í 7,5 km göngu kvenna með hefðbundinni aðferð og Ævar Freyr Valbjörnsson, úr sama félagi, í karlaflokki. Ævar sigraði einnig í eins kílómetra sprettgöngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert