Bætti Íslandsmetið aftur

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir í sleggjukasti.
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir í sleggjukasti. mbl.is/Hákon Pálsson

Frjálsíþróttakonan Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir úr ÍR bætti Íslandsmet sitt í lóðakasti um helgina í annað skiptið á einni viku.  

Guðrún kastaði lóðunum 21,87 metra og bætti vikugamalt met sitt um einn og hálfan metra. Er nýja metið einnig skólamet hjá VCU-háskólanum.

Lóðkastið er nokk­urs kon­ar sleggjukast inn­an­húss en lóðið er rúm­lega níu kíló að þyngd.

Guðrún, sem er 21 árs, er næst­besti sleggjukast­ari Íslands í kvenna­flokki frá upp­hafi og á þar best 65,42 metra. Íslands­metið á jafn­aldra henn­ar, Elísa­bet Rut Rún­ars­dótt­ir, 66,98 metr­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert