Tveir félagar svindluðu sér inn á Ofurskálaleik Kansas City Chiefs og San Fransisco 49ers í Las Vegas í nótt.
Kansas vann leikinn í framlengingu, 25:22, og eru því NFL-meistarar annað árið í röð.
Eftirsókn eftir miðum á leikinn er mikil og miðarnir kosta sitt. Samkvæmt tölum kostuðu miðarnir á leikinn á bilinu 5.000 - 18.000 Bandaríkjadala, eða 700.000-2,5 milljónir íslenskra króna.
Tveir félagar dóu þó ekki ráðalausir og svindluðu sér inn á Allegiant-leikvanginn í Las Vegas sem hýsti leikinn. Komust þeir inn í dulgervi fréttamanna SkySports. Voru þeir með derhúfur og blaðamannapassa sem stóð á SkySports og komust þannig inn.
Birti annar þeirra mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðilinn X, áður Twitter.
10k my arse pic.twitter.com/tJQq33saAP
— Adam Smith (@Smivy) February 11, 2024