Ferguson rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátum

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. AFP/Darren Staples

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, kveðst hafa rifbeinsbrotnað þegar hann fagnaði sigri veðhlaupahests í sinni eigu á móti í Barein undir lok síðasta árs.

Spirit Dancer, hestur í eigu Fergusons og vinar hans Ged Mason, kom fyrstur í mark á Group One Bahrain International-mótinu í nóvember síðastliðnum, sem tryggði þeim eina milljón punda í verðlaunafé, 174 milljónir íslenskra króna.

„Ég rifbeinsbrotnaði! Hann greip í mig og við hoppuðum upp og niður. Ég kallaði: Ged! Ged! Ged! Það skiptir mig engu máli að brjóta rifbein ef við vinnum,“ hefur Daily Mail eftir Ferguson.

Sagði hann þetta vera sinn stærsta sigur í hestamennskunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert