Akureyringar náðu undirtökunum

Ragnheiður Ragnarsdóttir fremst í flokki þegar SA fagnar einu markanna …
Ragnheiður Ragnarsdóttir fremst í flokki þegar SA fagnar einu markanna en hún skoraði tvö þau fyrstu. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Skautafélag Akureyrar lagði Fjölni að velli, 3:1, í dag þegar liðin mættust í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri.

Ragnheiður Ragnarsdóttir kom SA yfir um miðjan fyrsta leikhluta og bætti öðru marki við þegar sex mínútur voru liðnar af þeim þriðja, 2:0.

Kolbrún Björnsdóttir skoraði, 3:0, skömmu síðara áður en Hilma Bergsdóttir náði að minnka muninn fyrir Fjölniskonur.

Annar leikur liðanna fer fram í Egilshöllinni á þriðjudagskvöldið og sá þriðji á Akureyri á fimmtudagskvöldið.

Ef fleiri leiki þarf til að útkljá Íslandsmeistaratitilinn verður fjórði leikur í Egilshöll næsta leikur og oddaleikur yrði á Akureyri á þriðjudeginum 5. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert